Tveir fyrir einn á Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi

Apríltilboð Menningarkortsins er tveir fyrir einn í Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi.

Um þessar mundir gefur að líta fjórar glæsilegar, áhugaverðar og skemmtilegar sýningar í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi.

Menningarkorthafar geta boðið með sér gesti í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í apríl.

Nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur hér: https://listasafnreykjavikur.is/hafnarhus

Við minnum á að Menningarkorthafar fá 10% afslátt í Safnbúðum Reykjavíkur sem staðsettar eru í öllum söfnum Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafni Reykjavíkur. Vöruframboðið er mismunandi eftir söfnum og þar má finna skemmtilega og öðruvísi gjafavöru.
Listasafnið hefur opnað glæsilega safnverslun þar sem hægt er að skoða vöruúrvalið. Afslátturinn gildir þó ekki á netinu.