Tveir fyrir einn á Landnámssýninguna í mars.

Í mars geta Menningarkorthafar tekið með sér gest á Landnámssýninguna Aðalstræti 16.

Sýningin veitir innsýn inn í líf og störf þess fólks sem fyrst settist að hér á landi. Þungamiðja hennar er rúst skála frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveitt á sínum upprunalega stað. Norðan við skálann fannst veggbútur sem er enn eldri, eða síðan fyrir 871, og er hann meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi.

Með hjálp margmiðlunartækni og túlkun fornminja er ljósi varpað á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur og tengsl þeirra við umhverfið í nýju landi.