Tveir fyrir einn á Árbæjarsafn í júní!

Í júní geta Menningarkorthafar tekið með sér gest á Árbæjarsafn*

Reykjavík eins og hún var í gamla daga.

Árbæjarsafn er útisafn með 30 sögulegum byggingum sem mynda torg, þorp og sveit. Safnið er opið allan ársins hring.

Á safninu er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma. Sýningar, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð góð skil, eru reglulega settar upp. Má þar nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira.

*Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í júní.