Tilboð til korthafa – Reykjavik Kabarett nýárssýning

Reykjavík Kabarett heldur nýárssýningu í Tjarnarbíói 4., 5. og 6. janúar og Menningarkorthöfum býðst miðinn á 3000 í stað 3900.

“Reykjavík Kabarett leysir kynveruna, dónann og húmoristann í manni úr ánauð.”

– Páll Óskar

Að baki Reykjavík Kabarett standa sjö íslenskir skemmtikraftar: Lalli töframaður, burlesquedrottningin Margrét Maack, fullorðinstrúðurinn Maísól, dansgrínistinn Nadia, sirkuslistakonan Ungfrú Hringaná, Greta Rokk og dragstjarnan Gógó Starr. Hópurinn skapar ný atriði fyrir hverja uppsetningu svo sýningarnar eru aldrei eins. Á nýárssýningunni koma einnig fram gestir að utan: Curves in Places other People don’t even have Places: Jezebel Express er yfirkennari í New York School of Burlesque. Hún er þessi i rauða kjólnum í meeeegastuðinu á myndinni. Matthew Holtzclaw er töframaður sem kemur reglulega fram á Slipper Room og Bathtub Gin. Hann er bæði þekktur töframaður og MC í burlesquesenu New York borgar og Lalli er mjög spenntur að Margrét hafi loksins bókað töframann. Tiger Bay var kjörin Miss Coney Island í ár og er ótrúleg burlesquedíva með fáránlegt hugmyndaflug. Á myndinni sést hún í munuðarfullum faðmlögum við rafmagnsál. Hinn íslenski St. Edgard hefur tryllt lýðinn í Stokkhólmi undanfarin ár og kemur einnig fram.

Sýningarnar eru bannaðar innan 18, í sýningunum eru dónabrandarar sem geta farið fyrir brjóstið á þeim sem eru viðkvæmir fyrir undrum mannslíkamans.

Nánar má kynna sér kabarettinn á óralendum internetsins:

https://www.reykjavikkabarett.com

https://www.facebook.com/reykjavikkabarett/

https://www.instagram.com/reykjavikkabarett/