Tilboð fyrir Menningarkorthafa á Myrka Músíkdaga.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá miða á tónlistarhátíðina Myrka músíkdaga 2020 á 20% afslætti.

Hátíðin hefst Laugardaginn 25. janúar og stendur til 1. febrúar í Hörpu og á öðrum tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur, í Breiðholtskirkju og Salnum í Kópavogi. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á www.myrkir.is.

Hægt er að nálgast miða á þessum kjörum á skrifstofu tix.is í Ránargötu 18 gegn framvísun Menningarkorts eða með því að senda tölvupóst á myrkirmusikdagar@gmail.com með efnislínunni „Menningarkort“.

*Athugið að afsláttur gildir ekki fyrir staka miða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar

Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins og fagnar í ár 40 ára afmæli sínu. Á hátíðinni er samtímatónlist höfð í hávegum – með áherslu á flutning nýrra íslenskra verka í bland við áhugaverðar erlendar tónsmíðar. Fastagestir á hátíðinni eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Caput en auk þeirra kemur fram fjöldi annarra íslenskra og erlendra listamanna.