Söfn Reykjavíkur opna 4. maí

Söfn Reykjavíkurborgar verða opnuð að nýju, mánudaginn 4. maí þegar fjöldamörk samkomubanns breytast úr 20 í 50. Þetta á við um Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur .
Menningarkort verða framlengd um 6 vikur, þann tíma sem söfnin hafa verið lokuð.
Skiladagur allra bókasafnsgagna hefur verið framlengdur til 14. maí og eru engar dagsektir reiknaðar fram að þeim degi.
Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðum safnana.

Höfum tveggja metra regluna í huga og njótum alls þess sem söfnin hafa uppá að bjóða í sumar.