Síðustu dagar sýningarinnar EITTHVAÐ úr ENGU : Myndheimur Magnúsar Pálssonar.

Nú fer hver að verða síðastur að sjá hina litríku og ævintýralegu sýningu EITTHVAÐ úr ENGU : Myndheimur Magnúsar Pálssonar í Hafnarhúsinu. Sunnudagurinn 5. janúar er síðasti dagur sýningarinnar.

Magnús er ótvíræður frumkvöðull gjörningalistar og hefur sem kennari haft mikil áhrif á kynslóðir listamanna. Magnús prófaði sig áfram með verk sem að sumu leyti voru í anda flúxus, pop og konseptlistar en eru að sama skapi algjörlega einstök.

Þessi magnaða yfirlitssýning á verkum Magnúsar Pálssonar er í fimm sýningarsölum Hafnarhússins og teygir sig einnig út á ganga hússins.