Samstarfsaðili – föst fríðindi

Hvalasýningin / Whales of Iceland – 2 fyrir 1 af aðgangseyri

Hvalasýningin á Fiskislóð er stærsta sýning sinnar tegundar í Evrópu og mögulega í heiminum öllum. Markmið hennar er að veita gestum einstaka upplifun og innsýn inn í stórfenglegan heim hvalanna.

Sýningin samanstendur af 23 líkönum af hinum ýmsu tegundum sem hafa fundist í hafinu í kringum Ísland. Þar er að finna 25 metra langa steypireið, búrhval og Íslandssléttbak svo fátt eitt sé nefnt. Allt í raunverulegum stærðum!

Með gagnvirkum upplýsingaskjám, róandi hvalahljóðum, neðansjávar lýsingu og sandgólfi er Hvalasýningin eins og draumkenndur ævintýraheimur fyrir alla fjölskylduna.

Menningarkorthafar fá tvo miða á sýninguna á verði eins.

Nánari upplýsingar má finna hér.