RIFF – afsláttur af hátíðarpössum fyrir korthafa*

Menningarkort Reykjavíkur mælir með RIFF – alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

RIFF er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður á Íslandi. Gestum hennar stendur til boða að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð, spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði.

Á hátíðinni, sem stendur frá 26. september til 2. október, verður sýndur fjöldi kvikmyndaperla sem sópað hafa til sín verðlaunum á hátíðum um heim allan.

*Forsala verður á pössum til Menningarkorthafa frá 5. til 20. september á skrifstofu hátíðarinnar, Tryggvagötu 17 (vesturenda) 2. hæð.

Hver korthafi getur keypt tvo passa gegn framvísun Menningarkorts.  Forsöluverð til korthafa er 13.500 kr. Eftir það er verð til korthafa 14.500 kr. og passar til sölu í Bíó Paradís á meðan á hátíð stendur.

ATH. að einungis 200 passar eru í boði á þessum kjörum.

Nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar má nálgast á https://riff.is/