Perlan – nýr samstarfsaðili

Perlan er nýr samstarfsaðili Menningarkorts Reykjavíkur.

Þar geta gestir upplifað íslenska náttúru á einstakan hátt. Kraftur eldgosa, eðli jökla, undur hafdjúpanna og stórkostleg fuglabjörg eru á meðal þess sem gestir kynnast á þessari mögnuðu sýningu.

Menningarkorthafar fá 20% afslátt af almennu miðaverði og frítt á útsýnispallana þar sem njóta má 360° útsýnis yfir Reykjavík og nærsveitir.

Nánari upplýsingar um þessa stórbrotnu sýningu má finna hér.