Opnun Ljósmyndahátíðar Íslands á Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Í dag fer fram opnun Ljósmyndahátíðar Íslands í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með opnun sýningu Valdimars Thorlacius.

Sýningin sem ber yfirskriftina „···“ er í senn sjónræn túlkun á upplifun Valdimars af smábæjum, fólki, veðri og víðáttu á Íslandi og heimild um lífið í þorpinu. Við vinnslu verkefnisins fór hann á milli þeirra staða sem uppfylltu ákveðin skilyrði út frá skilgreiningu Hagstofunnar um stærð og gerð þéttbýliskjarna með allt að 500 íbúum.

Aðgangur á sýninguna er ókeypis á meðan Ljósmyndahátíð Íslands stendur en hún endar sunnudaginn 19. janúar. Sýning Valdimars Thorlacius stendur til 3. maí.

Frekari upplýsingar um Ljósmyndahátíð Íslands má finna á heimasíðu þeirra www.tipf.is .