Myrkir músíkdagar – 20% afsláttur af miðaverði fyrir korthafa

Myrkir músíkdagar fara fram 26. janúar til 2. febrúar 2019. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 20% afslátt af miðaverði*

Myrkir músíkdagar eru ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980. Lögð er áhersla á samtímatónlist frá íslenskum jafnt sem erlendum flytjendum og tónskáldum. Hátíðin fer fram dagana 26. janúar til 2. febrúar í Hörpu sem og öðrum minni tónleikastöðum í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði. Meðal flytjenda er Kammersveit Reykjavíkur, Caput Ensemble, Nordict Affect, The Riot Ensemble, Schola cantorum og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má nálgast á www.myrkir.is

Hægt verður að kaupa miða á staka viðburði, sem og klippikort sem gildir á fimm viðburði á hátíðinni. Hátíðarpassi gildir einnig á opnunartónleika Sinfóníunnar en einnig er hægt að kaupa staka miða. Athugið að afsláttur gildir ekki á staka miða á opnunartónleika.

*Miðar á þessu tilboði eru seldir á skrifstofu tix.is, Ránargötu 18, gegn framvísun Menningakorts Reykjavíkur.