SÉRTILBOÐ TIL KORTHAFA

Tilboð mánaðarins

Í hverjum mánuði eru spennandi tilboð fyrir Menningarkorthafa hjá söfnum Reykjavíkurborgar og samstarfsaðilum kortsins.

Hvern viltu taka með þér í Hafnarhús í apríl?

Í apríl geta korthafar tekið með sér gest í Hafnarhús þar sem nú standa yfir fjórar sýningar:

Erro: Svart á hvítu þar sem gefur að líta um þrjátíu ný og nýleg svarthvít málverk eftir listamanninn. Í verkunum blandar hann saman sögulegum persónum og manga- og teiknimyndasögufígúrum.

Anna Guðjónsdóttir: Hluti í stað heildar. Á sýningunni umbreytist sýningarsalurinn í nokkurs konar sýningaskáp sem gestir ganga inn í, umvafðir málverkum sem spegla rýmið sjálft og opna jafnframt inn í aðra og ófyrirséða heima.

D36 Steinunn Önnudóttir: Non plus ultra. Listamaðurinn rannsakar efniseiginleika og birtingamyndir í sögu og samtíma. Hún veltir fyrir sér raunveruleika og eftirmynd, því sem er og því sem þykist vera. Getur eitthvað verið, án þess að vera til í raun og veru? Hversu raunsönn þar eftirmynd að vera? Er nóg að setja fram staðfengil til að veita hugmynd brautargengi?

Núna norrænt / Now Nordic er sýning á því nýjasta í norrænni samtímahönnun. Sýningastjórar leituðu uppi spennandi nýja hönnun á Norðurlöndunum. Sýningin var fyrst sett upp í Kaupmannnahöfn 2018, ferðaðist síðan til Lundúna og kemur nú til Íslands í tilefni af Hönnunarmars.

Nánar á www.listasafnreykjavikur.is 

10% afsláttur alla daga fyrir Menningarkorthafa í safnbúðum!

Við minnum á fastan afslátt! Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í safnbúðum allra safna í eigu Reykjavíkurborgar.

Safnbúðir Reykjavíkurborgar er að finna á Borgarsögusafni (Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Sjóminjasafnið í Reykjavík) og Listasafni Reykjavíkur (Ásmundarsafn, Hafnarhús og Kjarvalsstaðir).

Í safnbúðum okkar má finna gott úrval safn- og sýningartengdra vara, íslenska hönnun og handverk, erlenda gjafavöru, bækur, kort og veggspjöld.