SÉRTILBOÐ TIL KORTHAFA

Tilboð mánaðarins

Í hverjum mánuði eru spennandi tilboð fyrir Menningarkorthafa hjá söfnum Reykjavíkurborgar og samstarfsaðilum kortsins.

Tilboð frá samstarfsaðila í júlí!

Í tilefni af yfirlitssýningu Huldu Hákon „Hverra manna ertu“ sem nú stendur yfir á Listasafni Íslands býður safnbúð Listasafns Íslands korthöfum 20% afslátt af plakötum og kortum af verkum Huldu sem gerð voru í tengslum við sýninguna.

Listasafn Íslands - safnið við tjörnina - er aðili að Menningarkortinu og býður menningarkortshöfum að taka með sér gest í safnið (2 miðar á verði eins).

 

Safnbúðir – 10% fastur afsláttur

Í safnbúðum Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur er að finna fjölbreytt úrval af einstakri gjafavöru, bókum, veggspjöldum, kortum og sérframleiddum safn- og sýningatendum vörum.

Minnum á að Menningarkorthafar eru með fastan 10% afslátt í safnbúðunum sem er að finna á eftirfarandi stöðum:

Borgarsögusafn Reykjavíkur; Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Sjóminjasafnið í Reykjavík.

Listasafn Reykjavíkur; Hafnarhús, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni