SÉRTILBOÐ TIL KORTHAFA

Tilboð mánaðarins

Í hverjum mánuði eru spennandi tilboð fyrir Menningarkorthafa hjá söfnum Reykjavíkurborgar og samstarfsaðilum kortsins.

RIFF – afsláttur af hátíðarpössum fyrir korthafa*

Menningarkort Reykjavíkur mælir með RIFF - alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

RIFF er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður á Íslandi. Gestum hennar stendur til boða að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð, spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði.

Á hátíðinni, sem stendur frá 26. september til 2. október, verður sýndur fjöldi kvikmyndaperla sem sópað hafa til sín verðlaunum á hátíðum um heim allan.

*Forsala verður á pössum til Menningarkorthafa frá 5. til 20. september á skrifstofu hátíðarinnar, Tryggvagötu 17 (vesturenda) 2. hæð.

Hver korthafi getur keypt tvo passa gegn framvísun Menningarkorts.  Forsöluverð til korthafa er 13.500 kr. Eftir það er verð til korthafa 14.500 kr. og passar til sölu í Bíó Paradís á meðan á hátíð stendur.

ATH. að einungis 200 passar eru í boði á þessum kjörum.

Nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar má nálgast á https://riff.is/

 

 

 

Hafnarhús: Tveir fyrir einn í september

Í september geta Menningarkorthafar tekið með sér gest í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, þar sem getur að líta þrjár sýningar:

Erró: Heimsferð Maós

Á árunum 1972 til 1980 málaði Erró seríuna Chinese Paintings, meira en 130 málverk sem segja sögu hins mikla leiðtoga sem fer sigurför um heiminn, en í rauninni fór Maó aðeins tvívegis til útlanda, í bæði skiptin á flokksþing Kommúnistaflokksins í Moskvu.

Það var kínverska serían sem gerði Erró þekktan í alþjóðlegu samhengi. Sýningin í Hafnarhúsi hefur að geyma málverk, samklippur og grafíkmyndir úr sameign Listasafns Reykjavíkur.

D39 Emma Heiðarsdóttir: Jaðar

Í sýningunni setur listamaðurinn fram vangaveltur um stund og stað myndlistar. Hvar og hvenær hefst listupplifun, hve lengi varir hún og hvert ferðast hún með áhorfendum?

Emma Heiðarsdóttir er 39. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal.

Tilvist mannsins: Skissa að íslenskri samtímalist [III]

Á sýningunni er úrval verka sem sýna ólíkar leiðir listamanna til að kanna hvað felst í því að vera mannlegur. Í verkunum er staldrað við líkamlega og sálfræðilega eiginleika, viðburði og aðstæður sem segja má að séu grundvallaþættir tilverunnar.

Sýningin er þriðja skissan að íslenskri samtímalistasögu sem byggist á verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna hér