SÉRTILBOÐ TIL KORTHAFA

Tilboð mánaðarins

Í hverjum mánuði eru spennandi tilboð fyrir Menningarkorthafa hjá söfnum Reykjavíkurborgar og samstarfsaðilum kortsins.

Everybody’s Spectacular 14. – 18. nóvember. 20% afsláttur af miðaverði*

Árleg sviðslistahátíð sem blásið er til af Lókal og Reykjavík Dance Festival. Hátíðin er  einstakur vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu strauma og stefnur í sviðslistum. Dagskráin teygir sig yfir fimm daga, frá miðvikudegi til sunnudags, og er þéttskipuð og afar fjölbreytt. Boðið verður upp á frumsýningar á íslenskum verkum eftir marga af framsæknustu sviðslistamönnum landsins, í bland við ný verk virtra, alþjóðlegra listamanna. Einnig verða bráðnauðsynlegar umræður um listina og lífið, vinnustofur og aðrir viðburðir sem eiga við á þeirri mögnuðu stund þegar glugginn inn í hina litríku veröld sviðslistamanna opnast upp!

Frábærar sýningar, spennandi umræður, vinnustofur, partístuð - nánar á www.spectacular.is

*Korthafar fá 20% afslátt af miðaverði gegn framvísun Menningarkorts á skrifstofu tix.is Ránargötu 18. Tilboðið gildir á alla viðburði hátíðarinnar fyrir utan Moving Mountains og Insomnia í Þjóðleikhúsinu og Íslenska dansflokkinn í Borgarleikhúsinu.

2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í Reykjavík í nóvember fyrir korthafa!

Í nóvember geta handhafar Menningarkorts boðið með sér á Sjóminjasafnið í Reykjavík*

Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár

Á nýrri grunnsýningu, sem opnaði í júní á þessu ári, er fjallað um fiskveiðar Íslendinga frá því að árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000.

Melckmeyt 1659 - fornleifarannsóknir neðansjávar

Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað er um valda þætti úr sögu hollenska kaupskipsins Melckmeyt sem fórst úti fyrir ströndum Íslands í október 1659. Meira en 300 árum síðar fundu kafarar flak skipsins og er það elska skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur.

*Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í nóvember.