SÉRTILBOÐ TIL KORTHAFA

Tilboð mánaðarins

Í hverjum mánuði eru spennandi tilboð fyrir Menningarkorthafa hjá söfnum Reykjavíkurborgar og samstarfsaðilum kortsins.

2 fyrir 1 á öll söfn Listasafns Reykjavíkur í desember. 

Menningarkorthafar geta boðið gesti með sér á öll söfn Listasafns Reykjavíkur í desember. 

Þær sýningar sem standa nú yfir í Listasafni Reykjavíkur eru meðal annars úngl- úngl, sýning á verkum Ólafar Nordal,  Get ekki teiknað bláklukku, sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval, Eitthvað úr engu, myndheimur Magnúsar Pálssonar og Bráðnun Jökla, sýning á ljósmyndum Ólafs Elíassonar sem opnaði nýverið í Hafnarhúsi. 

Korthafar geta tekið með sér 1 gest í hvert sinn sem þeir heimsækja Listasafn Reykjavíkur í desember. 

Hægt er að skoða sýningar Listasafns Reykjavíkur hér :

https://listasafnreykjavikur.is/syningar

 

 

 

 

 

 

2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í Reykjavík í nóvember

Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár

Fiskur hefur verið mikilvægur hluti af íslensku mataræði um aldir og ein verðmætasta útflutningsvara þjóðarinnar. Á grunnsýningu safnsins er fjallað um fiskveiðar Íslendinga, frá því að árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000.

Melckmeyt 1659 – fornleifarannsókn neðansjávar

Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað er um valda þætti úr sögu hollenska kaupskipsins Melckmeyt sem fórst úti fyrir ströndum Íslands í október 1659. Meira en 300 árum síðar fundu kafarar flak skipsins og er það elsta skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur.

*Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í nóvember.

Rauða Menningarkortið 67+

Sjóminjasafnið í Reykjavík - leiðsögn um sýninguna Fiskur og fólk.

Fimmtudaginn 31. október kl. 16.00 er handhöfum Rauða Menningarkortsins boðið á leiðsögn um sýninguna Fiskur og fólk á Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8.

Áður en leiðsögnin hefst verður boðið upp á kaffi og pönnukökur gegn framvísun kortsins. Jafnframt fá korthafar afslátt af bjór og léttvíni á veitingastaðnum Messinn Granda sem er í sama húsi og safnið.

Ath. að tilboðið gildir frá kl. 15.00 til 16.00 þann 31.10.2019

Grunnsýningin Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár á Sjóminjasafninu í Reykjavík fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavík.