SÉRTILBOÐ TIL KORTHAFA

Tilboð mánaðarins

Í hverjum mánuði eru spennandi tilboð fyrir Menningarkorthafa hjá söfnum Reykjavíkurborgar og samstarfsaðilum kortsins.

2 fyrir 1 á Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum.

Í febrúar fá Menningarkorthafar 2 fyrir 1 á Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum.*

Um þessar mundir gefur að líta tvær sýningar á Kjarvalsstöðum.

JÓHANNES S. KJARVAL: Hér heima
Í landslagsmyndum sínum birti Kjarval íslenska náttúru á gjörólíkan hátt en áður hafði tíðkast og kenndi landsmönnum að horfa á landið nýjum augum og meta fegurðina sem býr í hrauninu og mosanum við fætur okkar. Kjarval skipar stóran sess í íslenskri menningar- og listasögu og hefur veitt síðari kynslóðum listamanna ómældan innblástur. Kjarval málaði víða um land; á Þingvöllum og öðrum stöðum í nágrenni Reykjavíkur, á Snæfellsnesi, Skagaströnd, Austfjörðum og víðar.

SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON: ÓRAVÍDD

Sigurður Árni Sigurðsson á að baki áhugaverðan listferil og hefur hann útfært verk sín með fjölbreyttum hætti. Hann hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar.

 

*Korthafar Menningarkortsins geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í febrúar.

Tveir fyrir einn á Borgarsögusafn

Í janúar fá Menningarkorthafar 2 fyrir 1 á öll söfn Borgarsögusafns Reykjavíkur - eitt safn á fimm stöðum.

Korthafar Menningarkortsins geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í janúar.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur.

Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit.

Landnámssýningin

Á Landnámssýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast.

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Sjóminjasafnið safnar og miðlar sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.

Viðey

Í Viðey má upplifa þúsund ára sögu og njóta einstakrar náttúru. Korthafar Menningarkortsins fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á borgarsogusafn.is 

Tveir fyrir einn á Listasafn Reykjavíkur

Í desember fá Menningarkorthafar 2 fyrir 1 á Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum.

Korthafar Menningarkortsins geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja Listasafn Reykjavíkur í desember. Við bjóðum gesti velkomna á Kjarvalsstaði og í Hafnarhús. Opnunartími er óbreyttur en tíu gestir geta verið í safnhúsunum í einu. Ásmundarsafn er lokað vegna breytinga.

Um þessar mundir gefur að líta frábærar sýningar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum.

Gilbert & George: THE GREAT EXHIBITION í Hafnarhúsinu er einn stærsti viðburður Listasafns Reykjavíkur árið 2020 og á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Listamannatvíeykið Gilbert & George hafa unnið saman í meira en fimm áratugi - einstök verk þar sem daglegt líf og myndlist sameinast í einu mengi. Þeir hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans og eru þekktir fyrir að ryðja braut gjörningalistar og nálgast einkalíf sitt sem listaverk.

Sigurður Árni Sigurðsson: ÓraVídd á Kjarvalsstöðum. Sigurður Árni Sigurðsson á að baki áhugaverðan listferil og hefur hann útfært verk sín með fjölbreyttum hætti. Hann hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar.

Við minnum á að Menningarkorthafar fá 10% fastan afslátt í Safnbúðum Reykjavíkur.

SAFNBÚÐIR eru starfræktar á öllum söfnum Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur. Þar má finna minjagripi tengda viðfangsefni safnanna, mikið úrval af bókum, íslenska hönnun og handverk, veggspjöld, afsteypur, listaverkabækur og eftirprentanir. Fjölbreytta hönnunarvöru, ásamt safn- og sýningartengdri vöru. Athugið að vöruúrvalið er mismunandi á milli safna.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur.