Tveir fyrir einn á Sjóminjasafnið í Reykjavík í maí

Í maí geta Menningarkorthafar boðið með sér gestum á Sjóminjasafnið í Reykjavík* þar sem standa yfir tvær sýningar:

Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár

Á sýningunni er fjallað um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því að árabátarnir viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og fram að aldamótunum 2000. Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, og sett fram á lifandi hátt með gripum og textum, myndum og leikjum.

Melckmeyt 1659 – fornleifarannsóknir neðjansjávar

Meira en 300 árum eftir að kaupskipið Melckmeyt strandaði við Íslandsstrendur fundu kafarar flak þess. Árið eftir var í fyrsta sinn framkvæmd víðtæk rannsókn á fornminjum neðansjávar við Ísland.

Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað verður um valda þætti úr sögu skipsins, áhafnar þess og verslunar á 17. öld. Einnig getur að líta nokkra þeirra gripa sem fundust við rannsóknina.

*Korthafar geta boðið með sér einum gesti í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í maí