Listasafn Íslands – tilboð í ágúst

Í ágúst fá Menningarkorthafar 20% afslátt af nýrri gjafavöru í safnbúð Listasafns Íslands við Tjörnina.

Listasafn Íslands – safnið við Tjörnina – er aðili að Menningarkortinu og býður Menningarkorthöfum að taka með sér gest á safnið allt árið um kring (tveir miðar á verði eins).

Nú er sumri tekið að halla og af því tilefni býður safnið upp á nýjar minnisbækur, bakka, púsl og fleira fallegt með myndum af verkum úr safneign Listasafnsins með 20% kynningarafslætti.