Kirkjulistahátíð 1. – 10. júní – 10% afsláttur af miðaverði fyrir korthafa

Kirkjulistahátíð verður haldin í 15. sinn í Hallgrímskirkju dagana 1. – 10. júní 2019. Handhafar Mennningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt af hátíðarpössum og miðum á staka viðburði hátíðarinnar.*

Hátíðin verður sett með viðhöfn laugardaginn 1. júní í Hallgrímskirkju og er dagskrá hennar glæsileg að vanda. Nýsköpun í tónlist og myndlist er stór þáttur Kirkjulistahátíðar í ár, allar upplýsingar um dagskrá má nálgast á vef hátíðarinnar.

*Miðar á þessum kjörum verða seldir í kirkjubúð Hallgrímskirkju og í forkirkjunni frá kl. 09.00 alla daga hátíðarinnar.