Júnítilboð til korthafa í safnbúð Listasafns Íslands

Út júní fá korthafar 20% afslátt af vönduðum listaverkabókum frá Listasafni Íslands.

Listasafn Íslands – safnið við tjörnina – er samstarfsaðili Menningarkorts Reykjavíkur og býður korthöfum að taka með sér gesti á safnið (2 miðar á verði eins) allt árið um kring.

Í júní býður safnbúð Listasafns Íslands korthöfum 20% afslátt af fjölbreyttu úrvali vandaðra listaverkabóka frá Listasafni Íslands.

Fallegar listaverkabækur og ýmis lykilverk eru hér á meðal, t.d. Íslensk listasaga (fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, útg. 2011) og 130 verk úr safneign Listasafns Íslands (ný bók 2019).

Tilvaldar bækur í útskriftarpakkann – og í bókahilluna heima eða í sumarbústaðnum!