Janúartilboð – tveir fyrir einn á öll söfn Borgarsögusafns Reykjavíkur

Í janúar geta handhafar Menningarkorts Reykjavíkur boðið með sér gesti í hvert sinn sem þeir heimsækja eitthvert af söfnum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Borgarsögusafn Reykjavíkur er eitt safn á fimm einstökum stöðum:

  • Árbæjarsafn
  • Landnámssýningin
  • Sjóminjasafnið í Reykjavík
  • Ljósmyndasafn Reykjavíkur
  • Viðey (ath. aðgengi að Viðey hefur verið lokað í óákveðinn tíma vegna viðgerða á aðalbryggjunni )

Nánari upplýsingar um söfnin má finna á www.borgarsogusafn.is.