Iceland Airwaves – 5.000 kr. afsláttur fyrir Menningarkorthafa*

Iceland Airwaves hefur rækilega fest sig í sessi sem uppskeru- og árshátíð íslenskrar tónlistar, bæði fyrir rótgróna listamenn, og sem vettvangur nýrra hljómsveita. Erlendar hljómsveitir eru einnig áberandi, heimsfrægir listamenn leggja leið sína til landsins, sem og minni hljómsveitir á uppleið.

Reykjavík fyllist af lífi þessa fjóra daga og fjórar nætur í nóvember, tónlist í öllum krókum og kimum og tónlistaraðdáendur frá öllum heimshornum sjá uppáhalds hljómsveitir sína spila, í bland við að uppgötva nýja tónlist.

Menningarkorthöfum stendur til boða að kaupa miða á hátíðina með 5.000 kr. afslætti, þ.e. á 14.900 kr. í stað 19.900 kr. Hver korthafi getur keypt fjóra miða á þessum kjörum. *Tilboðið gildir í sjö daga frá og með 17. október 2019. Miðar eru seldir í gegnum tix.is og afsláttarkóði hefur verið sendur út á póstlista.

Dagskrá hátíðarinnar í ár er glæsileg að vanda. Hana er hægt að skoða hér!