Haustfrí grunskólanna | Fjölbreytt videoleiðsögn frá Listasafni Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur býður upp á dagskrá utanhúss þetta haustfrí, þar sem fjölskyldur geta notið listar og leikja saman úti undir beru lofti, á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.
Leikum að list | 22. – 26. október
Í smáforritinu Útilistaverk í Reykjavík (sjá nánar hér) má finna margt til gamans:
- Ævintýri í Ásmundargarði – fjölskylduleiðsögn
- Klambratún – hljóðleiðsögn
- Hjólatúr um listaverkin í Breiðholti – hljóðleiðsögn
- Perlufestin, höggmyndagarður kvenna í Hljómskálagarði – stutt hljóðleiðsögn
- Laugardalur – lengri leiðsögn fyrir eldri krakka og fullorðna
- Strandlengjan í miðbænum, listaverkin frá Hörpu til Höfða – göngu- eða hjólatúr fyrir eldri krakka og fullorðna
Hér getur þú hlaðið niður Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavik Art Walk) smáforritinu úr App Store.
Hér getur þú hlaðið niður Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavik Art Walk) smáforritinu úr Goggle Play.
Ratleikur um Breiðholt til útprentunar | 22. – 26. október
Að auki er skemmtilegur ratleikur um Breiðholtið sem auðvelt er að hlaða niður í spjaldtölvur eða prenta út og skemmta sér við. Þar eru bæði upplýsingar um listaverkin, áhugaverðar kveikjur að vangaveltum og gott kort. Hér finnur þú pdf-skjal með ratleiknum um Breiðholt.
Hér heima – vídeóleiðsögn | 22. – 26. október
Leiðsögn með Eddu Halldórsdóttur sýningarstjóra um sýninguna Hér heima á Kjarvalsstöðum (lengd 9 mín.). Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins Jóhannesar S. Kjarval og fá innsýn í þróun landslagsverka hans.
Videóið má finna hér.
Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.
Slökkt á Fyssu- Laugardalur | Föstudaginn 23. október
Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí hefur glatt gesti og gangandi í Laugardalnum í sumar. Nú líður að vetrardvala verksins og verður því slökkt á Fyssu á föstudaginn, daginn fyrir fyrsta vetrardag 24. október. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu er það fyrsti dagur fyrsta vetrarmánaðarins – gormánaðar. Fyssa verður svo gangsett að nýju á sumardaginn fyrsta, 22. apríl á næsta ári.
Nánari upplýsingar um má finna hér.
Nánari upplýsingar um verkið Fyssu má finna hér.
Listasafn Reykjavíkur er ein af fyrirmyndarstofnunum ársins 2020 í flokki minni stofnana hjá borg og bæ, stofnana sem hafa 5-49 starfsmenn.
Valið á Stofnun ársins 2020 var tilkynnt í gegnum streymi14. október sl. en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Listasafn Reykjavíkur lenti í fjórða sæti í flokki minni stofnana, á eftir Borgarsögusafni Reykjavíkur, Skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkur og Aðalskrifstofu Akranesbæjar sem var í fyrsta sæti.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur hér.
Þar má jafnframt fá upplýsingar um yfirstandandi sýningar sem hægt verður að heimsækja þegar losað verður um samkomutakmarkanir.