Febrúartilboð – tveir fyrir einn á Ásmundarsafn fyrir korthafa

Í febrúar geta Menningarkorthafar boðið með sér á Ásmundarsafn*

Árið 2019 er ár listar í almenningsrými hjá Listasafni Reykjavíkur. Af því tilefni verður lögð áhersla á útilistaverk í Ásmundarsafni. Í febrúar getur að líta þar tvær sýningar:

Ásmundur Sveinsson: Undir sama himni – list í almenningsrými

Verkum Ásmundar hefur verið komið fyrir á opinberum stöðum víða um land og er það í anda hugmynda hans um að listin eigi ekki að vera fyrir fáa útvalda heldur hluti af daglegu lífi allrar alþýðu.

Á sýningunni eru bæði frummyndir verka sem standa úti í almenningsrýni og verk sem tengjast þeim.

Sigurður Guðmundsson: Skúlptúr og nánd

Víða er að finna stórar höggmyndir eftir Sigurð Guðmundsson (1942) í opnu rými, bæði á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu.

Sigurður leggur áherslu á hið skáldlega með heimspekilegu ívafi. Hann vinnur í fjölda miðla, ljósmyndir, höggmyndir, teikningar, grafík og gjörninga, en hefur líka samið tónverk og skrifað bækur.

 

*Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert sinn sem þeir heimsækja safnið í febrúar. Nánari upplýsingar um báðar sýningar má finna á www.listasafnreykjavikur.is