Febrúartilboð – tveir fyrir einn á Ásmundarsafn fyrir korthafa

Í febrúar geta Menningarkorthafar boðið með sér gesti á Ásmundarsafn.

Ásmundarsafn er helgað verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og var safnið formlega opnað árið 1983. Í Ásmundarsafni er ávallt sýning á verkum Ásmundar en hann ánafnaði Reykjavíkurborg stóru safni listaverka sinna auk byggingarinnar eftir sinn dag.

*Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert sinn sem þeir heimsækja safnið í febrúar.

Ásmundur var einn af frumkvöðlum höggmyndalistar hér á landi og hannaði bygginguna að mestu leyti sjálfur á árunum 1942-1959. Hann byggði meðal annars bogalaga byggingu aftan við húsið sem var bæði hugsuð sem vinnustofa og sýningarsalur.

Í garðinum er að finna stækkanir og afsteypur af verkum Ásmundar, en hann kom mörgum þeirra þar fyrir sjálfur.

Nánari upplýsingar um safnið má finna á www.listasafnreykjavikur.is.