Árbæjarsafn: tveir fyrir einn í október
08/10/2019
|In Tilboð
Reykjavík eins og hún var í gamla daga:
Í október geta Menningarkorthafar tekið með sér gest á Árbæjarsafn.*
Árbæjarsafn er útisafn með 30 sögulegum byggingum sem mynda torg, þorp og sveit. Safnið er opið allan ársins hring.
Á safninu er leitast við að gefa hugmynd um byggingarlist og lifnaðarhætti í Reykjavík og þar er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða þar sem einstökum þáttum í sögu borgarinnar eru gerð góð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira.
Nánari upplýsingar um sýningar má nálgast hér
*Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í október.