Anna Guðjónsdóttir: Hluti í stað heildar

Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 17.00 verður opnuð sýning á verkum Önnu Guðjónsdóttur, Hluti í stað heildar, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.

Anna Guðjónsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en nú búsett í Hamborg í Þýskalandi. Þar hefur hún átt farsælan myndlistarferil, haldið stórar sýningar og unnið til verðlauna fyrir þær.

Á sýningunni Hluti í stað heildar umbreytist sýningarsalurinn í nokkurs konar sýningarskáp sem gestir ganga inn í, umvafðir málverkum sem spegla rýmið sjálft og opna jafnframt inn í aðra og ófyrirséða heima.

Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.