25% afsláttur á Stockfish Film Festival 2020

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days verður haldin dagana 12. mars til 22 mars í Bíó Paradís. 

Markmið hátíðarinnar er að þjóna samfélaginu sem hún sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Áhersla er lögð á metnaðarfulla dagskrá og viðburði. Sérvaldar, alþjóðlegar verðlaunamyndir eru sýndar á hátíðinni og fá áhorfendur tækifæri til að ræða við kvikmyndagerðafólk sem stendur á bak við þær.

Menningarkorthafar fá 25% afslátt á hátíðina. Miðar á þessum kjörum verða seldir í miðasölu Bíó Paradís gegn framvísun Menningarkorts. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna hér.