2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í Reykjavík í nóvember

Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár

Fiskur hefur verið mikilvægur hluti af íslensku mataræði um aldir og ein verðmætasta útflutningsvara þjóðarinnar. Á grunnsýningu safnsins er fjallað um fiskveiðar Íslendinga, frá því að árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000.

Melckmeyt 1659 – fornleifarannsókn neðansjávar

Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað er um valda þætti úr sögu hollenska kaupskipsins Melckmeyt sem fórst úti fyrir ströndum Íslands í október 1659. Meira en 300 árum síðar fundu kafarar flak skipsins og er það elsta skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur.

*Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í nóvember.