ÁRSKORT Á LISTASAFN REYKJAVÍKUR

Eitt safn á þremur stöðum

Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur sem býður upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar sýningar á nútíma- og samtímalist, málverkum og skúlptúrum eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Safnið er jafnframt vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk.

ÁRSKORT Á BORGARSÖGUSAFN REYKJAVÍKUR

Eitt safn á fimm einstökum stöðum

Borgarsögusafn Reykjavíkur er næststærsta safn landsins á eftir Þjóðminjasafninu. Hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og rannsaka menningarminjar sem eru einkennandi fyrir menningararf borgarinnar, og miðla sögu hennar og menningu frá landnámi til samtímans.

Borgarbókasafn Reykjavíkur er stærsta menningarstofnun borgarinnar. Menningarhús safnsins eru sex talsins ásamt bókabíl og sögubíl. Þar er hægt að njóta fjölbreytts safnkosts og sækja innblástur í gegnum bókmenntir, listir og viðburði á vegum safnsins. Safnið er jafnframt vettvangur uppgötvunar og sköpunar með smiðjum og tilraunaverkstæðum þar sem tækniþekking og stafræn færni til framtíðar gegna lykilhlutverki.

Leikhús, söfn, sýningar, bíó, tónleikar, hátíðir og matur. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur njóta margvíslegra fríðinda hjá fjölmörgum samstarfsaðilum.

Í hverjum mánuði koma spennandi tilboð frá söfnum borgarinnar og samstarfsaðilum.

2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í Reykjavík í nóvember fyrir korthafa!

Í nóvember geta handhafar Menningarkorts boðið með sér á Sjóminjasafnið í Reykjavík*

Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár

Á nýrri grunnsýningu, sem opnaði í júní á þessu ári, er fjallað um fiskveiðar Íslendinga frá því að árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000.

Melckmeyt 1659 - fornleifarannsóknir neðansjávar

Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað er um valda þætti úr sögu hollenska kaupskipsins Melckmeyt sem fórst úti fyrir ströndum Íslands í október 1659. Meira en 300 árum síðar fundu kafarar flak skipsins og er það elska skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur.

*Korthafar geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í nóvember.

Everybody’s Spectacular 14. – 18. nóvember. 20% afsláttur af miðaverði*

Árleg sviðslistahátíð sem blásið er til af Lókal og Reykjavík Dance Festival. Hátíðin er  einstakur vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu strauma og stefnur í sviðslistum. Dagskráin teygir sig yfir fimm daga, frá miðvikudegi til sunnudags, og er þéttskipuð og afar fjölbreytt. Boðið verður upp á frumsýningar á íslenskum verkum eftir marga af framsæknustu sviðslistamönnum landsins, í bland við ný verk virtra, alþjóðlegra listamanna. Einnig verða bráðnauðsynlegar umræður um listina og lífið, vinnustofur og aðrir viðburðir sem eiga við á þeirri mögnuðu stund þegar glugginn inn í hina litríku veröld sviðslistamanna opnast upp!

Frábærar sýningar, spennandi umræður, vinnustofur, partístuð - nánar á www.spectacular.is

*Korthafar fá 20% afslátt af miðaverði gegn framvísun Menningarkorts á skrifstofu tix.is Ránargötu 18. Tilboðið gildir á alla viðburði hátíðarinnar fyrir utan Moving Mountains og Insomnia í Þjóðleikhúsinu og Íslenska dansflokkinn í Borgarleikhúsinu.

Nýr samstarfsaðili – Listasafn Íslands

Nú geta handhafar Menningarkorts Reykjavíkur boðið með sér gesti í hvert sinn sem þeim heimsækja Listasafn Íslands.

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á mikið safn íslenskra verka eftir alla helstu myndlistamenn þjóðarinnar og hefur einnig að geyma vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn, svo sem Pablo Picasso, Edvard Munch, Karel Appel, Hans Hartung, Victor Vasarely, Richard Serra og Richard Tuttle.

Perlan – nýr samstarfsaðili

Perlan er nýr samstarfsaðili Menningarkorts Reykjavíkur.

Þar geta gestir upplifað íslenska náttúru á einstakan hátt. Kraftur eldgosa, eðli jökla, undur hafdjúpanna og stórkostleg fuglabjörg eru á meðal þess sem gestir kynnast á þessari mögnuðu sýningu.

Menningarkorthafar fá 20% afslátt af almennu miðaverði og frítt á útsýnispallana þar sem njóta má 360° útsýnis yfir Reykjavík og nærsveitir.

Nánari upplýsingar um þessa stórbrotnu sýningu má finna hér.