ÁRSKORT Á LISTASAFN REYKJAVÍKUR

Eitt safn á þremur stöðum

Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur sem býður upp á fjölbreyttar sýningar á nútíma- og samtímalist, málverkum og skúlptúrum eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Safnið er jafnframt vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk.

ÁRSKORT Á BORGARSÖGUSAFN REYKJAVÍKUR

Eitt safn á fimm einstökum stöðum

Borgarsögusafn Reykjavíkur er næststærsta safn landsins á eftir Þjóðminjasafninu. Hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og rannsaka menningarminjar sem eru einkennandi fyrir menningararf borgarinnar, og miðla sögu hennar og menningu frá landnámi til samtímans.

Borgarbókasafn Reykjavíkur er stærsta menningarstofnun borgarinnar. Þar er hægt að njóta fjölbreytts safnkosts og sækja innblástur í gegnum bókmenntir, listir og viðburði á vegum safnsins. Safnið er jafnframt vettvangur uppgötvunar og sköpunar með smiðjum og tilraunaverkstæðum þar sem tækniþekking og stafræn færni til framtíðar gegna lykilhlutverki.

Leikhús, söfn, sýningar, bíó, tónleikar, hátíðir og matur. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur njóta margvíslegra fríðinda hjá fjölmörgum samstarfsaðilum.

Í hverjum mánuði koma spennandi tilboð frá söfnum borgarinnar og samstarfsaðilum.

Tveir fyrir einn á Borgarsögusafn

Í janúar fá Menningarkorthafar 2 fyrir 1 á öll söfn Borgarsögusafns Reykjavíkur - eitt safn á fimm stöðum.

Korthafar Menningarkortsins geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í janúar.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur.

Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit.

Landnámssýningin

Á Landnámssýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast.

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Sjóminjasafnið safnar og miðlar sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.

Viðey

Í Viðey má upplifa þúsund ára sögu og njóta einstakrar náttúru. Korthafar Menningarkortsins fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á borgarsogusafn.is 

Tveir fyrir einn á Listasafn Reykjavíkur

Í desember fá Menningarkorthafar 2 fyrir 1 á Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum.

Korthafar Menningarkortsins geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja Listasafn Reykjavíkur í desember. Við bjóðum gesti velkomna á Kjarvalsstaði og í Hafnarhús. Opnunartími er óbreyttur en tíu gestir geta verið í safnhúsunum í einu. Ásmundarsafn er lokað vegna breytinga.

Um þessar mundir gefur að líta frábærar sýningar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum.

Gilbert & George: THE GREAT EXHIBITION í Hafnarhúsinu er einn stærsti viðburður Listasafns Reykjavíkur árið 2020 og á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Listamannatvíeykið Gilbert & George hafa unnið saman í meira en fimm áratugi - einstök verk þar sem daglegt líf og myndlist sameinast í einu mengi. Þeir hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans og eru þekktir fyrir að ryðja braut gjörningalistar og nálgast einkalíf sitt sem listaverk.

Sigurður Árni Sigurðsson: ÓraVídd á Kjarvalsstöðum. Sigurður Árni Sigurðsson á að baki áhugaverðan listferil og hefur hann útfært verk sín með fjölbreyttum hætti. Hann hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar.

Við minnum á að Menningarkorthafar fá 10% fastan afslátt í Safnbúðum Reykjavíkur.

SAFNBÚÐIR eru starfræktar á öllum söfnum Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur. Þar má finna minjagripi tengda viðfangsefni safnanna, mikið úrval af bókum, íslenska hönnun og handverk, veggspjöld, afsteypur, listaverkabækur og eftirprentanir. Fjölbreytta hönnunarvöru, ásamt safn- og sýningartengdri vöru. Athugið að vöruúrvalið er mismunandi á milli safna.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur. 

Tveir fyrir einn á Borgarsögusafn

Í janúar fá Menningarkorthafar 2 fyrir 1 á öll söfn Borgarsögusafns Reykjavíkur - eitt safn á fimm stöðum.

Korthafar Menningarkortsins geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í janúar.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur.

Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit.

Landnámssýningin

Á Landnámssýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast.

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Sjóminjasafnið safnar og miðlar sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.

Viðey

Í Viðey má upplifa þúsund ára sögu og njóta einstakrar náttúru. Korthafar Menningarkortsins fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á borgarsogusafn.is 

Tveir fyrir einn á Sjóminjasafnið!

Í nóvember fá Menningarkorthafar 2 fyrir 1 á Sjóminjasafnið í Reykjavík.

Um þessar mundir gefur að líta tvær glæsilegar sýningar á Sjóminjasafninu. Fiskur & Fólk og Melckmeyt 1659.

Menningarkorthafar geta tekið með sér einn gest í hvert skipti sem þeir heimsækja safnið í nóvember.

FISKUR & FÓLK

Sýningin Fiskur & Fólk: sjósókn í 150 ár fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá
sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Umgjörðin á Sjóminjasafninu við Grandagarð er viðeigandi, en safnhúsið hýsti áður blómlega fiskvinnslu. Markmiðið er að sýningin sé bæði fræðandi og skemmtileg og höfði jafnt til þeirra sem þekkja vel til sjósóknar og sögu hennar og hinna sem aldrei hafa á sjó komið.

MELCKMEYT 1659 – FORNLEIFARANNSÓKN NEÐANSJÁVAR

Melckmeyt (Mjaltastúlkan) var hollenskt kaupskip sem fórst við Flatey í október 1659. Meira en 300 árum síðar fundu kafarar flak skipsins og er það elsta skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur. Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað verður um valda þætti úr sögu skipsins, áhafnar og verslunar á 17. öld. Einnig getur að líta nokkra þeirra gripa sem fundust við rannsóknina.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Borgarsögusafns Reykjavíkur